Þín eigin sumarhúsalóð á einstökum stað
Fjallaland er sumarhúsabyggð úr landi Leirubakka í Landsveit
Umhverfið er stórbrotið, fjallasýnin glæsileg og fuglalífið fjölbreytt
Ein fallegasta á landsins, Ytri-Rangá, rennur meðfram svæðinu og markar svæðið af til suðurs
Umhverfið er stórbrotið, fjallasýnin glæsileg og fuglalífið fjölbreytt
Ein fallegasta á landsins, Ytri-Rangá, rennur meðfram svæðinu og markar svæðið af til suðurs
Skráðu þig hér og við sendum þér helstu upplýsingar um Fjallaland
|
Sumarhúsalóðir með útsýni
Nokkur af fegurstu fjöllum landsins í augsýn
Hin tignarlega Hekla er áberandi í Fjallalandi og vel sést til Búrfells og Bjólfells sitthvoru megin
Þá má auk annarra fjalla sjá Tindfjöll, Tindfjallajökul og Þríhyrning
Hin tignarlega Hekla er áberandi í Fjallalandi og vel sést til Búrfells og Bjólfells sitthvoru megin
Þá má auk annarra fjalla sjá Tindfjöll, Tindfjallajökul og Þríhyrning
Fjárfesting í einstakri náttúrufegurð
Fleiri dýrmætar samverustundum með þínu nánasta fólki
Ótakmarkaðir möguleikar til hvers kyns útivistar
Stutt að skreppa inn á miðhálendið
Fjarvinna verður meira spennandi kostur þegar þú eignast lóð í Fjallalandi
Ótakmarkaðir möguleikar til hvers kyns útivistar
Stutt að skreppa inn á miðhálendið
Fjarvinna verður meira spennandi kostur þegar þú eignast lóð í Fjallalandi
Hvernig kaupi ég lóð í Fjallalandi?
- Þú skráir netfangið í umsóknarforminu og við sendum þér helstu upplýsingar í tölvupósti
- Við finnum tíma sem hentar þér til að koma og skoða svæðið með eigin augum. Þú metur umhverfið, landslagið og fjallahringinn og við finnum í sameiningu þína draumalóð
- Við undirritun kaupsamnings er lóðin þín.
Algengar spurningar
Hvað eru sumarhúsalóðirnar í Fjallalandi stórar?
Lóðirnar eru misstórar, en algengasta stærðin er 6.500 til 7.500 fermetrar, 0,65-0,75 hektari. Einnig eru til stærri lóðir eða allt að 12.000 fermetrum, 1.2 hektari að stærð. Fyrir stórar fjölskyldur getur hentað að kaupa tvær eða fleiri samliggjandi lóðir Hvernig er frágángurinn á lóðinni þegar ég fæ hana afhenta? Við afhendingu er vegur eða götur lagðar að lóðunum og kalt vatn og rafmagn að lóðamörkum sem eigendur geta tengst þegar þeir hefja byggingaframkvæmdir. Hvað er maður lengi að keyra frá höfuðborgarsvæðinu? Í lítilli umferð tekur bílferðin rétt rúmlega klukkustund. Þegar mikil umferð er á suðurlandsveginum er líklega rétt að miða við um 1,5 klst. Með bættum vegasamgöngum, t.d. nýrri Ölfusárbrú mun þessi tími styttast. |
Hvað kosta sumarhúsalóðirnar?
Algengasta verð lóðanna er 4,3 til 4,9 milljónir króna en verðið hækkar eftir því sem lóðirnar eru stærri. Verðið á stærri lóðunum verið á milli 5,5 og 6,5 milljónir króna en stundum getur hentað betur að kaupa tvær eða fleiri samliggjandi lóðir. Eru einhver tímamörk um hvenær ég þarf að byggja hús á lóðinni? Nei, engar kvaðir eða tímamörk eru um hvenær kaupendur skulu byggja hús á lóðunum. Það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum og sumir byrja á að koma upp litlu húsi áður en hafist er handa við framtíðarbústaðinn. |
Minna stress og meiri tími með þínum nánustuÞað tekur ekki nema rúma klukkustund að keyra frá höfuðborgarsvæðinu til Fjallalands og því er auðvelt að bjóða fjölskyldu og vinum í heimsókn. Það er vel þekkt að fólk slakar betur á þegar það er komið út fyrir borgarmörkin og samverustundirnar verða öðruvísi.
Náttúran á þessum slóðum er einstök. Í Fjallalandi er staðviðrasamt og oft mjög hlýtt á sumrin, enda er orðið mjög langt til sjávar. |
Skipulag FjallalandsSkipulag Fjallalands miðar allt að því að sumarhúsabyggðin falli sem best að landinu. Þar eiga allir íbúar að geta verið í næði og búið að sínu, en um leið verður séð fyrir öllum nútíma þægindum, svo sem góðum vegasamgöngum.
Síðast en ekki síst er hægt að sækja þjónustu heim að staðnum á Leirubakka. Þar er til dæmis rekið hótel og útleiga á sölum til samkomuhalds. |