Bóka skoðun í Fjallalandi
Sumarhúsalóðir við Ytri-Rangá
Fjallaland er sumarhúsabyggð í landi Leirubakka í Landsveit. Aðeins eru um 100 km að Fjallalandi frá Reykjavík og er malbikað alla leið en ekið er af suðurlandsvegi við Landvegamót og upp landveg nr. 26. Landið er einstaklega fallegt og býður upp á ótakmarkaða möguleika til hvers konar útivistar og náttúruskoðunar. Sumarhúsalóðirnar eru í kjarri vöxnu hrauni. Að sunnan og austan afmarkast það af hinni fallegu Ytri-Rangá sem hlykkjast í gegnum hraunið, að vestan liggur Fjallaland að Réttarnesi, sem er stórt skógræktarsvæði í eigu Ásahrepps og Rangárþings ytra. Að norðan er svo jörðin Leirubakki, þar sem rekin er fjölþætt þjónustustarfsemi. Fjallaland er kjörið fyrir þá sem vilja eiga skemmtilegar fjölskyldustundir í fallegu umhverfi.
|
|
Sumarhúsalóðir til sölu
Í Fjallalandi eru allar lóðir eignarlóðir. Það þýðir að þegar nýr aðili eignast lóð fær hann hana afhenta án allra veðbanda og hún verður þá skráð sem fasteign með fasteignanúmeri á nafn nýs eiganda.
SKOÐA MYNDIR
Stærð sumarhúsalóða
Lóðirnar eru misstórar, en algengasta stærðin er 6.500 til 7.500 fermetrar. Einnig eru til stærri lóðir eða allt að 12.000 fermetrum, 1.2 hektari að stærð. Algengasta verð lóðanna er 1.9 til 2.5 milljónir króna en þær stærri eru þó töluvert dýrari eða milli 5 og 7.9 milljónir króna.
Vegur eða götur eru lagður að lóðunum og kalt vatn og rafmagn að lóðamörkum sem eigendur geta tengst þegar þeir hefja byggingaframkvæmdir.
Engar kvaðir eða tímamörk eru um hvenær kaupendur skulu byggja hús á lóðunum.
Í Fjallalandi eru allar lóðir eignarlóðir. Það þýðir að þegar nýr aðili eignast lóð fær hann hana afhenta án allra veðbanda og hún verður þá skráð sem fasteign með fasteignanúmeri á nafn nýs eiganda.
SKOÐA MYNDIR
Stærð sumarhúsalóða
Lóðirnar eru misstórar, en algengasta stærðin er 6.500 til 7.500 fermetrar. Einnig eru til stærri lóðir eða allt að 12.000 fermetrum, 1.2 hektari að stærð. Algengasta verð lóðanna er 1.9 til 2.5 milljónir króna en þær stærri eru þó töluvert dýrari eða milli 5 og 7.9 milljónir króna.
Vegur eða götur eru lagður að lóðunum og kalt vatn og rafmagn að lóðamörkum sem eigendur geta tengst þegar þeir hefja byggingaframkvæmdir.
Engar kvaðir eða tímamörk eru um hvenær kaupendur skulu byggja hús á lóðunum.
Sumarhúsalóðir með útsýni.
Náttúran á þessum slóðum er einstök. Í Fjallalandi er staðviðrasamt og oft mjög hlýtt á sumrin, enda er orðið mjög langt til sjávar. Umhverfið er stórbrotið og fjallasýnin glæsileg: Hekla gnæfir yfir og vel sést til Búrfells, Bjólfells, Tindfjalla og Tindfjallajökuls. Mikið fuglalíf er í hrauninu og ekki spillir Ytri-Rangá umhverfinu; í senn ein fallegasta á landsins og ein aflahæsta laxveiðiáin. |
Skipulag Fjallalands miðar allt að því að sumarhúsabyggðin falli sem best að landinu. Þar eiga allir íbúar að geta verið í næði og búið að sínu, en um leið verður séð fyrir öllum nútíma þægindum, svo sem góðum vegasamgöngum, Síðast en ekki síst er hægt að sækja hvers kyns þjónustu heim að staðnum á Leirubakka. Þar er til dæmis rekið hótel og veitingahús, tjaldstæði og útleiga á sölum til samkomuhalds.
|